Nýjast á Local Suðurnes

Domino´s bætir þjónustu og býður bílastæðaafendingu

Mynd: Skjáskot Dominos

Veitingahúsakeðjan Dom­in­o’s hefur hafið svokallaða bíla­stæðaaf­hend­ingu, nýj­an kost fyr­ir þá sem vilja sækja sér pítsu án þess að þurfa að fara út úr bíln­um. Þessi val­kost­ur verður í boði á milli kl. 17:00 og 21:00 alla daga næstu vik­ur.

Ein­falt er að fá af­hent beint í bíl­inn, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Fyrst er pönt­un sett sam­an í appi eða á vefn­um og í loka­skref­inu sé hægt að smella í „ég vil fá af­hent út í bíl“ ef valið er að greiða fyr­ir­fram. Þá sé mik­il­vægt að skrifa inn bíl­núm­er, teg­und og lit áður en pönt­un er staðfest. Þegar viðskipta­vin­ur hef­ur svo fundið bíla­stæði ná­lægt inn­gangi þarf að opna appið eða vef­inn í sím­an­um, og smella á „ég er mætt(ur)“, þá fær starfs­fólk til­kynn­ingu um að viðskipta­vin­ur sé á svæðinu og kem­ur út með pönt­un­ina um leið og hún er til­bú­in.