Nýjast á Local Suðurnes

Höfnuðu sparnaðartillögum minnihluta

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Bæjarráð Reykjanesbæjar hafnaði tillögum minnihluta um sparnaðaraðgerðir á fundi sínum þann 25. nóvember síðastliðinn.

Tillögu um að ekki verði ráðið í heila stöðu lögfræðings eins og áætlað er var hafnað, en minnihlutinn lagði til að skoðaðir yrðu möguleikar á samstarfi við háskólana um að hluti af námi verði í formi vinnu sem aðstoðarmenn við lögfræðing á stjórnsýslusviði eða ráðið í hlutastarf.

Tillögum um að Framtíðarnefnd og Lýðheilsuráð yrðu lögð niður var einnig hafnað, en minnihlutinn hafði lagt til að verkefni framtíðarnefndar verði flutt annars vegar til menningar- og atvinnuráðs og hins vegar til umhverfis- og skipulagsráðs og að erkefni lýðsheilsuráðs verði flutt annars vegar til íþrótta- og tómstundarráðs og hins vegar til velferðarráðs.