Nýjast á Local Suðurnes

Töluvert ódýrara fyrir túrista að fljúga til Akureyrar frá Keflavík en Reykjavík

Flugfélag Íslands hefur hafið beint innanlandsflug milli Keflavíkur og Akureyrar en flogið verður allan ársins hring milli þessara áfangastaða. Töluvert ódýrara getur verið fyrir þá ferðamenn sem koma til landsins að nýta sér þessa flugleið, frekar en að fljúga frá Reykjavík, en mögulegt er að fá flugfar á milli Akureyrar og Keflavíkur á rétt rúmar fimm þúsund krónur með sköttum og gjöldum.

Blaðamaður kannaði verð á milli þessara þriggja staða, valdi nokkrar dagsetningar af handahófi og bar saman verð, í öllum tilfellum er fargjaldið ódýrara til eða frá Keflavíkurflugvelli, þó sjaldan muni miklu. Mesti munurinn sem blaðamaður rakst á á ferð sinni um vef Flugfélags Íslands var á ferðum þann 2. mars en þar kostar ferðin frá Akureyri til Reykjavíkur 12.425 krónur, en frá Akureyri til Keflavíkur 5.465 krónur. Vert er að geta þess að skattar og gjöld á Keflavíkurflugvelli eru nær helmingi hærri en á Reykjavíkurflugvelli í þessu tilfelli.

Tengingin mun þó auðvelda íbúum á Norðurlandi að nýta sér enn frekar millilandaflug til og frá Íslandi og auðveldar að sama skapi erlendum ferðamönnum að komast beint til Norðurlands.

flugfelag kef ak beint