Nýjast á Local Suðurnes

Heimildarmynd um Reyni sterka verður dreift á heimsvísu – Myndband!

Heimildarmynd leikstjórans Baldvins Z um aflraunamanninn Reyni sterka verður frumsýnd þann 10. nóvember næstkomandi. Myndin fjallar um ævi Reynis Arnar Leóssonar, uppvaxtarár, afrek og heimsmet, og óregluna sem heltók líf hans þar til hann lést langt fyrir aldur fram.

Reynir fæddist árið 1939 og lést árið 1982, og var banamein hans lungnakrabbi. Hann setti þrjú heimsmet á ævinni, sem öll rötuðu í heimsmetabók Guinness og standa enn þegar þetta er skrifað.

Baldvin Z hefur unnið að myndinni frá árinu 2009. RÚV kemur að framleiðslu verkefnisins og mun sýna hana þegar fram líða stundir. Þá hefur framleiðslufyrirtæki Baldvins, Glassriver, gert samning við DR Sales um dreifingu myndarinnar á heimsvísu.