Nýjast á Local Suðurnes

Flug úr skorðum vegna veðurs – Farþegar beðnir að fylgjast með áætlunum flugfélaga

Myndin tengist fréttinni ekki

Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst flugi til og frá landinu  í dag vegna veðurs og lággjaldaflugfélagið WOW-air biðlar til farþega sinna að fylgjast vel með flugáætlunum á vefsíðu fyrirtækisins þar sem búast megi við því að flugi verði flýtt, seinkað eða því aflýst vegna veðurs. Þá hefur flugi frá Keflavík til Akureyrar á vegum Air Iceland Connect verið aflýst.

Spá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að veðrið muni genga í suðaustan 20-28 m/s sunnan- og vestanlands síðdegis í dag með talsverðri rigningu eða slyddu, en búast má við mikilli úrkomu sunnanlands í kvöld. Þá er búsist við að verstu hviðurnar geti náð allt að 40-45 m/s á Suðurnesjum.

Hér má sjá stöðuna á áætlunum allra flugfélaga.