Nýjast á Local Suðurnes

Rólegheit á Keflavíkurflugvelli – Einungis tíu brottfarir í dag

Mynd: Þórir Jónsson

Þrjátíu og fjórum af 44 brottförum sem áætlaðar voru frá Keflavíkurflugvelli í dag var aflýst. Einungis fimm flugfélög hafa flogið eða munu fljúga til og frá landinu í dag, Easy Jet til tveggja áfangastaða í Bretlandi, SAS til Osló, British Airways til London auk Icelandair, sem flýgur á nokkra staði og Wizz Air sem flýgur til London.

Ástandið á bíla- og rútustæðum á Keflavíkurflugvelli var í takt við þetta, en þar er tómlegt um að litast eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan sem Þórir Jónsson, hópferðabílstjóri tók í morgun.