Nýjast á Local Suðurnes

Stjórnendur Airport Associates funda með starfsfólki

Starfs­manna­fund­ur er haf­inn hjá Airport Associa­tes sem meðal ann­ars þjón­ust­ar flug­fé­lagið WOW air á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þetta staðfest­ir Sigþór Krist­inn Skúla­son, for­stjóri Airport Associa­tes, við mbl.is, en fund­ur­inn hófst klukk­an 16.15.

Airport Associa­tes þjón­ust­ar um 20 flug­fé­lög á Kefla­vík­ur­flug­velli og starfa um 500 manns hjá fyrirtækinu. Brit­ish Airways, ea­syJet, Norweg­i­an, Wizz Air og Delta Air­lines eru á meðal viðskiptavina félagsins, en stærsti viðskipta­vin­ur þeirra er WOW air.