Stjórnendur Airport Associates funda með starfsfólki

Starfsmannafundur er hafinn hjá Airport Associates sem meðal annars þjónustar flugfélagið WOW air á Keflavíkurflugvelli. Þetta staðfestir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, við mbl.is, en fundurinn hófst klukkan 16.15.
Airport Associates þjónustar um 20 flugfélög á Keflavíkurflugvelli og starfa um 500 manns hjá fyrirtækinu. British Airways, easyJet, Norwegian, Wizz Air og Delta Airlines eru á meðal viðskiptavina félagsins, en stærsti viðskiptavinur þeirra er WOW air.