Nýjast á Local Suðurnes

Teknir með fölsuð skilríki í Leifsstöð

Tveir ferðamenn hafa á undanförnum dögum verið stöðvaðir með fölsuð skilríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í báðum tilvikum var um breytifölsuð vegabréf að ræða. Lögreglan á Suðurnesjum færði mennina á lögreglustöð, þar sem rætt var við þá, og eru mál þeirra komin í hefðbundið ferli.