Nýjast á Local Suðurnes

Fundu fíkniefni og vopn við húsleit

Lögreglan á Suðurnesjum fann um helgina umtalsvert magn af fíkniefnum og lyfseðilsskyldum lyfjum við húsleit.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að um sé að ræða hvítt fíkniefni, meintar e-töflur, metamfetamín og sterk verkjalyf. Einnig fannst kindabyssa í íbúðarhúsnæðinu og skotfæri auk fjármuna sem grunur leikur á að séu ágóði af fíkniefnasölu.

Húsráðandi játaði fyrir lögreglumönnum á vettvangi að stunda fíkniefnasölu en neitaði að tjá sig um flest atriði sakarefnisins við skýrslutöku á lögreglustöð, segir í tilkynningunni.