Nýjast á Local Suðurnes

Erlendir farandverkamenn herja á íbúa Suðurnesja

Erlendir farandverkamenn hafa undanfarnar vikur ferðast um Suðurnesin og boðið íbúum upp á þjónustu við hellulagnir og aðrar lóðaframkvæmdir. Um er að ræða aðila frá sem segjast vera frá Skotlandi.

Þetta kemur fram í umræðum í íbúahópum Reykjanesbæjar og Sandgerðis á Facebook. Í umræðunum á íbúavef Sandgerðinga segir Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, að þar á bæ séu menn að kanna málið.

Tvennum sögum fer af gæðum þeirrar vinnu sem mennirnir inna af hendi, en í umræðunum á íbúavef Reykjanesbæjar segir aðili sem nýtti sér þjónustu farandverkamannana að verkið sé ekki vel unnið en “looki” vel í fjarska. Annar aðili sem blaðamaður ræddi við og hafði keypt hellulögn af mönnunum var hins vegar sáttur við verkið og verðið á þjónustunni.

Verktaki sem sérhæfir sig í hellulögnum sagði í spjalli við Suðurnes.net að varasamt geti verið að skipta við erlenda farandverkamenn þar sem gæði verks geti verið af skornum skammti og að engin ábyrgð sé tekin á vinnubrögðunum þ.e. að ómögulegt geti reynst að ná í viðkomadi aðila komi eitthvað upp á. Þá sé líklegt að farandverkamenn notist við innfluttar hellur sem henti ekki íslenskum aðstæðum.