Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjaliðin geta komist upp um deild á föstudag

Grindavík og Keflavík leika mikilvæga leiki í kvennaknattspyrnunni á föstudag, Grindvíkingar taka á móti ÍR-ingum á Grindavíkurvelli á meðan Keflavíkurstúlkur halda til Hafnarfjarðar þar sem Haukar verða mótherjarnir.

Um er að ræða síðari leiki liðanna í úrslitum 1. deildarinnar, en bæði lið eiga möguleika á sæti í Pepsí-deildinni að ári. Kefavíkurstúlkur unni fyrri leikinn gegn Haukum 1-0 á Nettóvellinum og nægir því jafntefli til að tryggja sæti í Pepsí-deildinni. Grindavíkurstúlkur unnu ÍR-inga hinsvegar 0-2 og nægir því einnig jafntefli á föstudag. Vinni Suðurnesjaliðin leiki sína, eða geri þau jafntefli, munu þau leika til úrslita um efsta sæti deildarinnar.

Leikur Grindavíkur og ÍR hefst klukkan 16.00 og leikur Hauka og Keflavíkur klukkan 19:15.