Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða upp á stórkostlega sýningu í Reykjanesbæ

Það verður mikið um dýrðir þegar Rauðglóandi götuleikhús mætir á Hafnargötu í Reykjanesbæ í hádeginu þann 4. júní næstkomandi.

Hávaxnar undraverur og glaðværir trommuleikarar munu skálma niður Hafnargötu og risavaxnir fánar og blævængir svífa yfir mannfjöldanum, segir í tilkynningu.

Sýningin er hluti af glæsilegri opnunarhátíð Listahátíðar í Reykjavík sem stendur yfir næstu daga.