Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík á toppinn eftir sigur í grannaslag

Njarðvíkingar unnu góðan 3-0 sigur á Reyni Sandgerði á heimavelli sínum í gærkvöldi og tyllir sér á toppinn í 2 deild karla eftir 4 umferðir.

Njarðvíkingar hafa farið afar vel af stað í deildinni, eru með fullt hús stiga og hafa skorað 15 mörk í fyrstu fjórum leikjunum en aðeins fengið á sig eitt.

Þá var frábær mæting á Rafholtsvöllinn, full stúka, enda veður með besta móti.

Næsti leikur liðsins er útileikur gegn KFA í Fjarðabyggðarhöllinni, en næsti heimaleikur liðsins er fimmtudaginn 9 júní.