Nýjast á Local Suðurnes

Miklar breytingar hjá Keflavík

Sextán leikmenn hafa yfirgefið Inkasso-lið Keflavíkur fyrir tímabilið sem nú er að hefjast en samið hefur verið við fimm nýja leikmenn um að leika með liðinu.  Jeppe Hansen, Lasse Rise og Sigurbergur Elíasson eru á meðal þeirra sem yfirgefið herbúðir Keflavíkur.

Liðið átti sögulegt tímabil á síðasta ári þegar það lenti í neðsta sæti Pepsí-deildarinnar með aðeins fjögur stig. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem gengið hafa til liðs við Keflavík og þá sem hafa haldið á önnur mið.

Keflavík

Komnir:
Dagur Ingi Valsson frá Leikni F.
Elton Renato Livramento Barros frá Haukum
Jóhann Arnarsson frá FH
Kristófer Páll Viðarsson frá Selfossi
Magnús Þór Magnússon frá Njarðvík

Farnir:
Aron Freyr Róbertsson í Hauka
Aron Kári Aðalsteinsson í Breiðablik (var á láni)
Atli Geir Gunnarsson í Njarðvík
Ágúst Leó Björnsson í ÍBV (var á láni)
Dagur Dan Þórhallsson í Mjøndalen (á láni)
Einar Orri Einarsson í Kórdrengi
Helgi Þór Jónsson í Víði
Hólmar Örn Rúnarsson í Víði
Ivan Aleksic í KR (var á láni)
Jeppe Hansen
Jonathan Faerber
Juraj Grizelj til Króatíu
Lasse Rise
Leonard Sigurðsson í Fylki
Marko Nikolic
Sigurbergur Elísson í Reyni S.