Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar semja við sterkan framherja

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við framherjann Antonio Hester út tímabilið.

Hester lek hér á landi í tvö tímabil árin 2016-2018, með liði Tindastóls þar sem hann meðal annars vann með þeim bikarmeistaratitilinn.

Í 55 leikjum á þessum tveimur tímabilum skilaði Hester 22 stigum og 9 fráköstum að meðaltali í leik. Síðan 2018 hefur hann leikið í Sviss og á Spáni. Frá þessu er greint á karfan.is.