Nýjast á Local Suðurnes

Endurnýja hluta Hafnargötu – Vegfarendur beðnir að sýna umburðarlyndi

Hafin er vinna við að endurnýja hellulögn á Hafnargötu í Reykjanesbæ. Kaflinn sem um ræðir nær frá mótum Klappastígs og Hafnargötu, um hringtorg á mótum Aðalgötu og Hafnargötu og að Hafnargötu 12.

Í tilkynningu frá Reykjanesbæ kemur fram að áætlað sé að verkið taki um tvær til þrjár vikur. Umferðartakmarkanir verða í gildi á meðan og eru vegfarendur beðnir að sýna umburðarlyndi. Kaflinn sem unnið verður við er merktur með rauðu á mynd.