Nýjast á Local Suðurnes

Létu greipar sópa í verslunum Nettó og Rauða krossins

Verslun Nettó við Krossmóa

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af hópi fólks sem lét greipar sópa í  verslun Rauða krossins í Keflavík í vikunni án þess að greiða fyrir það sem tekið var. Lögreglan hafði upp á nokkrum einstaklingum sem viðurkenndu að hafa tekið fatnað.

Þá voru tvær konur stöðvaðar í Nettó og reyndust þær báðar vera með þýfi úr versluninni í veskjum sínum. Önnur var með varning að verðmæti tæplega 7.000 krónur en hin með hluti að andvirði rúmlega 18.000 krónur.