Nýjast á Local Suðurnes

Sæbjörg er hressasti frambjóðandinn – Skellti í #djöfulsinsflipp myndband!

Sæbjörg Erlingsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, segist í færslu á Facebook-síðu sinni gera sér grein fyrir því að hún sé líklega ekki á leið á þing, en hún skipar fimmta sæti listans í kjördæminu.

Þrátt fyrir að leiðin inn á þing sé ekki greið er það nokkuð ljóst að Sæbjörg hefur gaman af því að skemmta sér og öðrum í kosningabaráttunni, en hún hefur verið öflug á samfélagsmiðlunum eins og má meðal annars sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.