Nýjast á Local Suðurnes

Fóru eftir leiðbeiningum GPS-tækis og enduðu pikkfastir ofan á ruslatunnu

Það getur haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir þá sem eru ókunnugir staðháttum að aka með aðstoð GPS – tækja hér á landi eins og nýleg dæmi hafa sannað.

Þetta átti við um ferðalangana sem voru á leið úr Garði til Keflavíkur nýverið og nutu leiðsagnar slíks tækis sem var í bílaleigubifreið þeirra. Tækið leiddi þá inn á malarslóða og út á gangstétt sem liggur meðfram bænum. Ekki vildi betur til en svo að ruslatunna stóð þar sem malarslóðinn og gangstéttin mætast og rann bifreiðin í hálku á tunnuna og endaði ofan á henni. Þar sat ökutækið pikkfast.

Athyglisvert: Skelltu þér á þing – Það er nóg pláss

Lögreglunni á Suðurnesjum var gert viðvart en áður en að til aðstoðar hennar kæmi höfðu nærstaddir vegfarendur hjálpað ferðamönnunum við að ná bifreiðinni ofan af tunnunni og héldu hinir síðarnefndu leiðar sinnar, alls hugar fegnir