Nýjast á Local Suðurnes

Lokað fyrir vatn og rafmagn á ýmsum stöðum í Reykjanesbæ í dag

Lokað verður fyrir rafmagn, kalt vatn og hitaveitu á ýmsum stöðum í Reykjanesbæ í dag vegna viðhalds.

Lokað verður fyrir kalt vatn á Berginu vegna viðhaldsvinnu frá klukkan 13 og eitthvað fram eftir degi, einnig er lokað fyrir kalt vatn við Lágmóa vegna endurnýjunar dreifikerfis.

Þá verður lokað fyrir hitaveituna í dag í Hátúni 21 til 39, Keflavík frá klukkan 9 og fram eftir degi vegna endurnýjunar dreifikerfis.

Vegna viðhaldsvinnu í dreifistöð HS Veitna á Vesturgötu 2, aðfaranótt. 31.10.18 er óhjákvæmilegt að (hluti af fasteignum) sem standa við Vesturgötu, Íshússtíg, Vallargötu, Túngötu, Norðfjörðsgötu,
Hafnargötu og Duusgötu verði án rafmagns á meðan vinnu stendur. Gert er ráð fyrir því að rafmagn verði tekið af kl. 00:00 á miðnætti 31.10.18 og rafmagn verði komið á aftur eigi síðar en kl. 06:00 þann 31.10.18. Tilkynningar voru bornar í þau hús sem verða án rafmagns.

Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu Hs Veitna.