Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar enduðu deildina í þriðja sæti – Fá Tindastól í úrslitakeppninni

Keflvíkingar enduðu deildarkeppnina í þriðja sæti eftir 73-71 tap gegn Stjörnunni í kvöld. Keflvíkingar geta sjálfum sér um kennt, en þeir leiddu nær allan leikinn. Sóknarleikur Keflvíkinga var í slappara lagi í kvöld og voru nokkrir leikmenn liðsins ekki að ná sér á strik, til að mynda skoraði Valur Orri Valsson ekkert stig úr átta tilraunum.

Þriðja sæti deildarinnar þýðir að liðið mun mæta Tindastól í úrslitakeppninni en mótherjar Stjörnunnar verða Njarðvíkingar.

Magnús Már Traustason var stigahæstur Keflvíkinga með 18 stig, Jerome Hill skoraði 14 og  Reggie Dupree 11.