Nýjast á Local Suðurnes

Spennandi úrslitakeppni framundan – Keflavík fær deildarmeistarana

Eftir leiki kvöldsins í Dominos-deildinni í körfuknattleik, þar sem Njarðvík sigraði Hött, Grindavík lagði Þór frá Akureyri og Keflavík tapaði naumlega fyrir ÍR, er ljóst hvaða lið það eru sem mætast í átta liða úrslitum keppninnar.

Úrslitakeppnin hefst þann15. mars næstkomandi, en nánari leikjaröðun liggur ekki enn fyrir.

Viðureignir 8. liða úrslitanna eru eftirfarandi: 

Haukar (1) – Keflavík (8)

ÍR (2) – Stjarnan (7)

Tindastóll (3) – Grindavík (6)

KR (4) – Njarðvík (5)