Lækka hámarkshraða á milli Grindavíkur- og Vogavegar
Saðan á Reykjanesbrautinni er orðin slæm að mati lögreglunnar á Suðurnesjum og hefur hámarkshraði á milli Gridnavíkurvegar og Vogavegar verið lækkaður.
Hámarkshraði á þessum kafla er núna 50 km/klst. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að mikið sé um að fólk sé að leggja bílum úti í kanti og við það skapast ákveðin hætta sem þarf að sporna við.