Einn vinsælasti skemmtistaður Suðurnesja kominn á sölu

Rekstur eins vinsælasta skemmtistaðar Reykjanesbæjar, Paddy’s við Hafnargötu í Keflavík hefur verið auglýstur til sölu.
Í auglýsingu á fasteignavef Vísis kemur fram að möguleiki sé á að kaupa húsnæðið, sem byggt var árið 1893 og er um 315 fermetrar að gólffleti eða eingöngu reksturinn.
Mál er varða kvartanir nágranna vegna hávaða og slæmrar umgengni við skemmtistaðinn hafa ratað nokkrum sinnum inn á borð bæjarráðs Reykjanesbæjar undanfarin ár.