Nýjast á Local Suðurnes

Hættustigi lýst yfir – Ráða fólki frá að vera á ferðinni í Grindavík

Hættu­stigi al­manna­varna hefur verið lýst yfir vegna auk­inn­ar hættu á eld­gosi á Sund­hnúkagígaröðinni.

Þró­un­in síðasta árið sýn­ir að jarðskjálfta­virkni fyr­ir kviku­hlaup hef­ur dvínað með hverj­um at­b­urði og því kann að vera að jarðskjálfta­virkni verði ekki mik­il fyr­ir næsta eld­gos. Slæmt veður gæti dregið úr næmni mæla­nets­ins og þannig stytt viðbragðstíma vegna eld­goss.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um að hver og einn verði að bera ábyrgð á eig­in at­höfn­um eða at­hafna­leysi. Það sama gildi um ferðamenn. Fólki er ráðið frá því að vera á ferðinni í Grinda­vík að nauðsynja­lausu.