Hættustigi lýst yfir – Ráða fólki frá að vera á ferðinni í Grindavík

Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna aukinnar hættu á eldgosi á Sundhnúkagígaröðinni.
Þróunin síðasta árið sýnir að jarðskjálftavirkni fyrir kvikuhlaup hefur dvínað með hverjum atburði og því kann að vera að jarðskjálftavirkni verði ekki mikil fyrir næsta eldgos. Slæmt veður gæti dregið úr næmni mælanetsins og þannig stytt viðbragðstíma vegna eldgoss.
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum að hver og einn verði að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Það sama gildi um ferðamenn. Fólki er ráðið frá því að vera á ferðinni í Grindavík að nauðsynjalausu.