Nýjast á Local Suðurnes

Alþjóðadagur Downs Syndrome – Mættu á æfingu í marglitum búningum og mislitum sokkum

Njarðvíkurliðið í knattspyrnu tók þátt í að minna á að í dag er alþjóðadagur Downs Syndrome, en liðsmenn tóku sig til og lögðu æfingasettinu og mættu í marglitum búningum og mislitum sokkum á æfingu.

Njarðvíkingar voru því ansi skrautlegir á æfingunni í kvöld, sem var sú síðasta fyrir ferð liðsins til Svíþjóðar, en þar munu leikmenn liðsins æfa við bestu aðstæður í nokkra daga auk þess að leika æfingaleiki.