Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitin Suðurnes tók þátt í Landsæfingu björgunarsveita

Landsæfing björgunarsveita fór fram nú um liðna helgi í Eyjafirði. Um 400 björgunarsveitarmenn og konur tóku þátt í æfingunni.

Björgunarsveitin Suðurnes lét sig ekki vanta á æfinguna en tveir hópar tóku þátt í almennum verkefnum með áherslu á fyrstuhjálp ásamt því að tveir aðgerðar og vettvangsstjórnendur aðstoðuðu við að keyra æfinguna og fengu æfingu í leiðinni.

Það er mat manna að vel hafi gengið í öllum þeim verkefnum sem þeir fengu og kom hópurinn glaður heim eftir landsæfinguna og reynslunni ríkari, segir á Facebook-síðu Björgunarsveitarinnar Suðurnes.