Nýjast á Local Suðurnes

Fann 250.000 kall og skilaði á lögreglustöðina

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Rétt í þessu kom heiðvirður borgari með umslag, fullt af peningum, á lögreglustöðina. Umslagið fann þessi borgari á gangstétt hér í bæ. Um verulega fjárhæð var að ræða og leitaði lögreglan á Suðurnesjum til Facebookvina sinna eftir aðstoð við að hafa uppi á eigandanum.

Eigandinn þarf að sjálfsögðu að sanna eignarhald með því að segja okkur hversu mikið sé í umslaginu.
Enn ein rós í hnappagat borgara í Reykjanesbæ, segir á Facebook-síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Ekki löngu eftir að tilkynningin birtist hafði eigandi peninganna gefið sig fram við lögreglu. Viðkomandi hafði verið að taka mikið af peningum út úr banka og misst umslagið á götuna.