Nýtt myndband sýnir töluverðan reyk á vinnusvæði United Silicon

Nýtt myndband, sem sagt er vera tekið um miðnætti í gær sýnir töluverða reykmengun á vinnusvæði við verksmiðju United Silicon í Helguvík. Umhverfisstofnun hefur á undanförnum dögum tekið á móti tugum kvartana vegna mengunar frá íbúum í nærliggjandi hverfum.
Talsmenn verksmiðjunnar hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að þrátt fyrir kvartanir íbúa hafi ekki orðið vart við mengun á vinnusvæði verksmiðjunnar. Myndbandið sýnir þó vel reykmökkinn sem umlykur verksmiðjuna.