Nýjast á Local Suðurnes

Vantar 6,5 milljónir í jólaverkefni

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar óskað eftir því við ráðamenn að fjárveiting verði tryggð í jólaverkefni og vísar erindinu í bæjarráð. Þannig óskar ráðið eftir aukafjárveitingu upp á 6,5 milljónir króna.

Bæjarráð ræddi málið og fór yfir greinargerð sem fylgdi á fundi sínum á dögunum og ákvað að fresta erindinu um sinn. Ekki kom fram í fundargerðum hvers eðlis jólaverkefnin eru.