Nýjast á Local Suðurnes

Allir leikirnir í bikarúrslitunum í beinni útsendingu

Úrslitaleikirnir í Powerade bikarkeppninni fara fram um helgina, Suðurnesjaliðin eiga níu lið sem leika til úrslita þetta árið og verða allir leikirnir sýndir í beinni útsendingu.

Leikir meistaraflokkana verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV en leikir yngriflokka verða sýndir á Youtube rás Körfuknattleikssambandsins.

Dagskrá Suðurnesjaliðanna er eftirfarandi um helgina:

Föstudagur 12. febrúar:

Kl. 18:00  – 9. flokkur stúlkna · Grindavík-Njarðvík
Kl. 20:00  – Unglingaflokkur kvenna · Snæfell-Keflavík

Laugardagur 13. febrúar:

Kl. 14:00 – Úrslitaleikur kvenna · Snæfell-Grindavík

Sunnudagur 14. febrúar:

Kl. 14:00 – 10. flokkur stúlkna · Grindavík-KR
Kl. 16:00 – Drengjaflokkur · Njarðvík-ÍR
Kl. 18:00 – Stúlknaflokkur · Njarðvík-Keflavík
Kl. 20:00 – Unglingaflokkur karla · Grindavík-Haukar