Nýjast á Local Suðurnes

Séra Brynja Vigdís skipuð prestur í Njarðvíkurprestakalli

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Brynju Vigdísi Þorsteinsdóttur í embætti prests í Njarðvíkurprestakalli Kjalarnessprófastsdæmi. Tveir sóttu um embættið auk Brynju, þær Anna Þóra Paulsdóttir, cand.theol. og Bryndís Svavarsdóttir. Embættið veitist frá 1. maí næstkomandi.

Prests- og djáknavígsla í Dómkirkjunn, 15. maí 2011.  Ljósmynd: Árni Svanur Daníelsson

Prests- og djáknavígsla í Dómkirkjunn, 15. maí 2011.
Ljósmynd: Árni Svanur Daníelsson

Biskup skipar í embættið í samræmi við niðurstöðu kjörnefndar prestakallsins.