Nýjast á Local Suðurnes

Níundi bikarmeistaratitill Keflavíkur í röð

Mynd: Facebook/Taekwondodeild Keflavíkur

Síðasta mót Bikar­mót­araðar Taekwondo-sam­bands Íslands 2017 var haldin um helgina og fór mótið fram í Akurskóla í Reykjanesbæ.

Mótaröðin var gíf­ur­lega jöfn en Kefla­vík­ing­ar sátu uppi sem sig­ur­veg­ar­, en þetta er níundi bikar­meist­ara­tit­ill Kefla­vík­ur í röð. Fast á hæla þeim var Ármann, ein­göngu ör­fá­um stig­um frá Kefla­vík, og í þriðja sæti var Aft­ur­eld­ing.