Níundi bikarmeistaratitill Keflavíkur í röð
Síðasta mót Bikarmótaraðar Taekwondo-sambands Íslands 2017 var haldin um helgina og fór mótið fram í Akurskóla í Reykjanesbæ.
Mótaröðin var gífurlega jöfn en Keflavíkingar sátu uppi sem sigurvegar, en þetta er níundi bikarmeistaratitill Keflavíkur í röð. Fast á hæla þeim var Ármann, eingöngu örfáum stigum frá Keflavík, og í þriðja sæti var Afturelding.