Nýjast á Local Suðurnes

Engin Ljósanótt en kvöldopnun og tilboðin á sínum stað

Verslanir í Reykjanesbæ munu hafa opið fram eftir kvöldi næstkomandi fimmtudag, 2. september, undir yfirskriftinni “Kvöldopnun & kósýheit.”

Í tilkynningu á Facebooksíðu samtakanna Betri bær segir að opið verði til klukkan 22 í verslunum og að frábær tilboð verði í boði.

“Þrátt fyrir að það verði ekki Ljósanótt í ár eins og glöggir bæjarbúar vita, ætlum við í Betri Bæ að hafa sérstaka kvöldopnun, “Ljósa næturtilboð” og með því!
Fimmtudaginn 2. september n.k

Við munum að sjálfsögðu passa upp á að sóttvarnir séu á hreinu og tryggja að allt gangi vel fyrir sig & minnum á fjarlægðarmörkin og viljum við biðla til ykkar kæru bæjarbúar að gera slíkt hið sama, segir í tilkynningunni.”