Nýjast á Local Suðurnes

Fjölgar í sóttkví í kjölfar smita í grunnskólum

Covidsmit hafa komið upp í tveimur grunnskólum í Reykjanesbæ á undanförnum dögum, Háaleitisskóla á Ásbrú og Heiðarskóla. Nokkrir tugir nemenda og starfsfólks er í sóttkví vegna þessa.

Smitin komu upp í fimmta bekk Háaleitisskóla og í sjöunda bekk í Heiðarskóla.

Alls eru 80 manns í einangrun vegna Covid 19 á Suðurnesjum og 326 í sóttkví, samkvæmt tölum á vef covid.is.