Nýjast á Local Suðurnes

Næst flestir í sóttkví á Suðurnesjum

Alls eru 21 einstaklingur í sóttkví á Suðurnesjum vegna Covid 19 veirunnar. 720 einstaklingar eru í sóttkví á landinu öllu, langflestir á höfuðborgarsvæðinu.

Svipaðar tölur um fjölda manns í sóttkví er að finna í öðrum landshlutum fyrir utan Austurland, en þar eru fjórir í sóttkví samkvæmt stöðuskýrslu Landlæknis frá því í gær.

Alls eru 103 staðfest tilfelli veirunnar hér á landi.