Nýjast á Local Suðurnes

Brynjar Atli á láni til Víkings í Ólafsvík

Markvörðurinn efnilegi, Brynjar Atli Bragason, mun í sumar spila með Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni.

Hann hefur verið lánaður frá Breiðabliki en hann gekk í raðir félagsins frá Njarðvík í vetur. Brynjar Atli á að baki um 70 leiki með meistaraflokki þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur að aldri.