Nýjast á Local Suðurnes

Kynningarfundur um fjármál og framkvæmdir í Reykjanesbæ

Reykjanesbær efnir til opins kynningarfundar um fjármál sveitarfélagsins og þær framkvæmdir sem eru í gangi og eru fyrirhugaðar í Reykjanesbæ. Fundurinn verður haldinn í Bergi Hljómahöll miðvikudaginn 18. janúar kl. 20:00.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri mun kynna það helsta sem er á döfinni varðandi framkvæmdir, endurskipulagningu og fjármál Reykjanesbæjar.

Dagskrá:

  • Fjárhagsáætlun 2017 – 2020
  • Drög að endurskipulagningu fjárhags Reykjanesbæjar
  • Framkvæmdir á komandi misserum
  • Umræður og fyrirspurnir