Nýjast á Local Suðurnes

easyJet stoppar Íslandsflug – Halda nær óbreyttri áætlun næsta vetur

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hefur stöðvað allt flug til og frá Íslandi um óákveðinn tíma, en flugfélagið hefur lagt nær öllum flota sínum að undanskildum nokkrum vélum sem nýttar eru til að koma breskum strandaglópum til síns heima.

Félagið hefur þó nýverið sett í sölu flugferðir næsta vetrar og þar er gert ráð fyrir nærri óbreyttu flugi hingað til lands sé miðað við áætlun síðasta vetrar.