Nýjast á Local Suðurnes

Ungar dömur færðu páskaeggjalausum lögreglumönnum góða gjöf

Tvær ungar dömur heimsóttu lögreglustöðina í Reykjanesbæ um páskana. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um störf lögreglunnar, en umræðan snérist fljótt um páskaegg og hvort lögreglumennirnir hefðu fengið slík. Þegar þeim var tjáð að ekkert slíkt væri til á lögreglustöðinni skutust þær aðeins í burtu og komu svo færandi hendi með hluta af sínum páskaeggjum og færðu súkkulaðilausum lögreglumönnum að gjöf.

Færslu lögreglunnar má lesa hér fyrir neðan en þar er þakkað fyrir þessa flottu gjöf.