Nýjast á Local Suðurnes

Mammút hitar upp fyrir OMAM – Hljómsveitin þétt bókuð út nóvember

Hljómsveitin Mammút mun hita upp fyrir Of Monsters and Men á Evróputúr þeirrar síðarnefndu síðar á árinu. Of Monsters and Men er nú á tónleikaferð um heiminn til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, Beneath the Skin, og hefur fengið hljómsveitina Mammút til að hita upp á fjölda tónleika á meginlandi Evrópu.

Mammút mun hita upp fyrir Of Monsters and Men á tónleikum þeirra víðs vegar um Evrópu frá 29. október til 16. nóvember. Í fréttatilkynningu sem sveitin sendi frá sér kemur fram að hljómsveitarmeðlimir líta á þetta sem frábært tækifæri enda hefur árangur Of Monsters and Men verið einstakur og því von á fullu húsi hvar sem komið er.

omam toronto

Stund milli stríða í Toronto

Of Monsters and Men er þétt bókuð til loka nóvember og mun spila á tónleikum út um allan heim, meðal annars í Kanada, Japan, Bandaríkjunum og Hollandi auk þess sem hljómsveitin mun spila á öllum norðurlöndunum. Hljómsveitin er nú stödd á Ítalíu og mun spila í Róm í kvöld.