Nýjast á Local Suðurnes

Pálína gengur til liðs við Hauka

Pálína Gunnlaugsdóttir körfuknattleikskona hefur gengið til liðs við Hauka í Hafnarfirði frá Grindavík. Pálína hefur spilað með Grindavík síðastliðin tvö tímabil. Pálína hefur verið einn besti leikmaður Grindvíkinga og er án efa ein besta körfuboltakona landsins. Pálína skrifaði undir tveggja ára samning við lið Hauka.

Pálína var valin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna í körfubolta tímabilin 2012/2013 og 2013/2014, þá sem leikmaður Keflavíkur.