Nýjast á Local Suðurnes

Hörður Axel í atvinnumennskuna á ný – Mun ekki leika með Kefavík í vetur

Hörður Axel Vilhjálmsson hefur samið við gríska liðið Rethymno Cretan Kings B.C. sem endaði í áttunda sæti grísku deildarinnar á síðasta tímabili. Hann mun því ekki leika með Keflavík í Dominos-deildinni á næsta tímabili, eins og til stóð.

Það er Karfan.is sem greinir frá og í umföllun vefmiðilsins kemur fram að klásúla hafi verið í samningi Harðar þess efnis að ef hann fengi ásættanlegt tilboboð erlendis frá fyrir 1. október myndi Keflavík ekki standa fyrir vegi hans.