Nýjast á Local Suðurnes

Tíu í sóttkví eftir líkamsræktartíma

Tíu aðilum sem tóku þátt í líkamsræktartíma á vegum Crossfit Suðurnes í Sporthúsinu þann 7. mars síðastliðinn hefur verið gert að fara í sóttkví eftir að kennari greindist með kórónuveiru. Þegar hefur verið haft samband við viðkomandi aðila.

Smitrakningarteymi voru veittar upplýsingar um þá 10 aðila sem mættu í tímann um leið og málið kom upp og verður teymið í sambandi við hvern og einn.

Kennarinn var ekki byrjaður að sýna einkenni þegar tíminn var kenndur, en síðar sama dag fóru þau að gera vart við sig, segir í tilkynningu til félaga í Crossfit Suðurnes. Þá segir einnig að eftir að hafa fengið ráðgjöf frá Embætti landlæknis sé ekki þörf á að loka aðstöðu Crossfit Suðurnes. Þá er áréttað í tilkynningunni að mjög hafi verið aukið við þrif og að passað sé upp á að nægt bil sé á milli fólks.