Nýjast á Local Suðurnes

Baráttusigur hjá Njarðvíkingum gegn Haukum

Erlend og innlend lið hafa áhuga á að fá Hauk Helga í sínar raðir

Njarðvíkingar gerðu góða ferð til Hafnafjarðar í kvöld þar sem liðið lék gegn Haukum í Domino´s deildinni í körfuknattleik. Njarðvíkingar sem léku án útlendings eftir að hafa látið Marquise Simmons fara á dögunum unnu mikilvægan sigur á Haukum, 73-79.

Njarðvíkingar hófu leikinn af miklum krafti og komust í 2-11 snemma í fyrsta leikhluta, en Haukar komust fljótt inn í leikinn á og náðu að minnka muninn í fjögur stig, 16-20. Haukar komu svo sterkir til leiks í annan leikhuta og komust yfir. Njarðvíkingar tóku þó fljótt við sér og náðu að bæta tveimur stigum við forsytuna í leikhléi, 36-42.

Njarðvík komst 10 stigum yfir, 53-63, eftir þriggja stiga körfu frá Loga í byrjun 4. leikhluta en Hauar svöruðu fyrir sig með góðum kafla og náðu að minnka munninn í tvö stig, 73-75, þegar rúm mínúta var til leiksloka. Haukur Helgi Pálsson afgreiddi Hauka svo af vítalínunni með því að hitta úr fjórum vítum og Njarðvíkingar höfðu 73-79 sigur.

Haukur Helgi Pálsson átti frábærann leik fyrir Njarðvík en hann skoraði 30 stig, tók níu fráköst, gaf sex stoðsendingar og átti fjóra stolna bolta. Maciej skoraði 19 stig og tók sjö fráköst.

Njarðvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 10 umferðir.