Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar enn með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni

Grindvíkingar unnu mikilvægan sigur á Stjörnunni í Dominos-deild karla í körfuknattleik, 78-65, í gærkvöldi. Með sigrinum eru Grindvíkingar enn með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, en liðið er sem stendur í 7-9 sæti deildarinnar ásamt Tindastól og Snæfelli.

Sigur Grindvíkinga í gær var sanngjarn, liðið spilaði góða vörn sem Stjörnumenn náðu ekki að brjóta á bak aftur. Grindvíkingar náðu 18 stiga forskoti, 69-51, um miðjan fjórða leikhluta, þrátt fyrir að sóknarleikur liðsins væri ekki upp á sitt besta.

Jón Axel var bestur Grindvíkinga, skoraði 25 stig og tók níu fráköst. Garcia skoraði 22 stig.

Tölfræði leiksins má sjá hér.