Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær setur Lyngmóa á sölu

Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. hafa sett Lyngmóa 17 í almenna sölu. Um er að ræða fimm herbergja 186 m2 einbýlishús ásamt 36 m2 bílskúr.

Nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á fasteignasölunum Stuðlabergi og M2 fasteignasölu, en þar kemur fram að ásett verð sé 55 milljónir króna.