Nýjast á Local Suðurnes

Sigla í átta tíma með varahluti í vélarvana togara

Núna síðdegis var Björgunarsveitin Þorbjörn kölluð út vegna vélarvana togara sem staddur er um 55 sjómílur suðvestur af Grindavík.

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason hélt af stað frá Grindavík um klukkan 17 með varahluti í togarann og er reiknað með að ferðin taki allt að 8 klukkustundir miðað við veður og sjólag, segir í tilkynningu frá sveitinni á Facebook.