Nýjast á Local Suðurnes

Fékk stuð við að reyna að stela klinki

Það má segja að hann hafi verið frekar óheppinn smákrimminn sem reyndi að nálgast smámynt úr sjáfssölum bílaþvottastöðvarinnar Bílabaðsins í Njarðvík, en eftir að hafa unnið nokkrar skemmdir á stöðinni vildi ekki betur til en svo að viðkomandi fékk raflost eftir að hafa rekið kúbein í rafmagsinntak ryksugu í tilraun til að nálgast smámynt.

Frá þessu er greint á Fésbókarsíðu Bílabaðsins og er óhætt að segja að frásögnin sé nokkuð skemmtileg aflestrar þrátt fyrir tjón fyrirtækisins.

Grímur Stuðbolti Kúbeinsson, lagði leið sína í Bílabaðið í nótt og gerði heiðarlega tilraun að ná sér í smá aur úr…

Posted by Bílabaðið þvottastöð on Tuesday, 10 November 2020