Nýjast á Local Suðurnes

Heitavatnslaust á öllum Suðurnesjum

Heitavatnslaust er í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum vegna bilunar í Svartsengi. Ekki er vitað hversu lengi viðgerð mun taka en fólki er bent á að fylgjast með Facebooksíðu HS Veitna.

Þá er rafmagnslaust í Grindavík þar sem Spennir 2 í Svartsengi leysti út unnið er að því að koma spenninum inn aftur.